Við bjóðum upp á fjármögnunarlausnir fyrir fyrirtæki

Fjármögnun

Við bjóðum fyrirtækjum upp fjölbreyttar fjármögnunarlausnir. Hvort sem um er að ræða hefðbundin kröfukaup, brúarfjármögnun vegna einstaka verkefna eða sérhæfða fjármögnun þar sem við aðlögum okkur að þínum þörfum.

Kröfufjármögnun

Frá árinu 2015 höfum við fjármagnað reikninga hjá fyrirtækjum í flestum greinum atvinnulífsins. Kröfufjármögnun hentar fyrirtækjum þar sem greiðandi er með greiðslufrest frá 2 vikum upp í 2 mánuði eins og algengt er hjá sveitarfélögum og stærri fyrirtækjum. Seljandi kröfunnar fær greitt allt að 90% strax og þarf því ekki að bíða eftir greiðslu á gjalddaga reikningsins.

Brúarfjármögnun

Brúarfjármögnun er góður kostur fyrir fyrirtæki sem þurfa fjármögnun í skamman tíma eða allt að 6 mánuði. Sem dæmi má nefna fjármögnun til viðbótar við framkvæmdafjármögnun hjá banka, rekstrarfjármögnun til að jafna árstíðabundnar sveiflur eða fjármögnun vegna fasteignaverkefna s.s. lóðakaupa o.fl.

Sérhæfð fjármögnun

Með sérhæfðri fjármögnun A faktoring opnast fleiri möguleikar í fjármögnun fyrirtækja. Mörg verkefni falla utan þess ramma sem kalla má hefðbundna fjármögnun og þá getum við sérsniðið lausnir fyrir þitt fyrirtæki. Í flestum tilfellum er gerð krafa um veð og/eða aðrar tryggingar og getur fjármögnun verið frá 3-12 mánuðir.

Fasteignafjármögnun

Í samstarfi við ALM Verðbréf getum við boðið skuldabréfalán á atvinnuhúsnæði til allt að 30 ára. Krafa er um að húsnæðið sé í útleigu eða að fyrirtækið hafi reglulega starfsemi í húsnæðinu.

Lítið flækjustig

Það er einfalt að koma í viðskipti og við finnum lausnir sem henta þínu fyrirtæki.

Hröð ákvarðanataka 

Við tökum ákvarðanir hratt og örugglega og getum því fjármagnað verkefni með skömmum fyrirvara.

Þekking

Starfsmenn, eigendur og stjórn búa yfir áratuga reynslu í fjármögnun fyrirtækja. 

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð og við höfum samband eins fljótt og auðið er.