Höfundarréttur

Upplýsingar á heimasíðu A Faktoring ehf. eru unnar af starfsmönnum félagsins og eru eingöngu veittar í upplýsingaskyni.   A Faktoring ehf. á höfundarréttinn af öllum þeim upplýsingum og öðrum gögnum sem þar koma fram, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki A Faktoring þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef A Faktoring, dreifa þeim eða afrita þær, í heild eða hluta, hvort heldur sem er með skjámyndum, prentun eða á annan sambærilegan hátt.  Ekki skiptir máli hvers eðlis umræddar upplýsingar eru, né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa.  Í því felst m.a. að óheimilt er án skriflegs leyfis A Faktoring að afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á efni A Faktoring.

A Faktoring ábyrgist ekki að upplýsingar sem birtast á vef A Faktoring, séu réttar. Félagið ábyrgist ekki efni sem upprunnið er hjá þriðja aðila og birt er á vefnum. A Faktoring áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi vefsins á hvaða hátt sem er og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga.

 

Lagalegur fyrirvari vegna hugsanlegs tjóns

A Faktoring ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef  félagsins né tjóni sem rekja má til þess að ekki var hægt að nota vefinn um skemmri eða lengri tíma.

Þá ber A Faktoring ekki ábyrgð á tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði A Faktoring eða notenda, eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða notandi nái ekki að tengjast þjónustu félagsins.

 

Fyrirvari vegna tölvupóstsendinga

Efni tölvupóst frá starfsmönnum félagsins og viðhengja hans kann að vera trúnaðarmál og er eingöngu ætlað þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Efni tölvupóstsins er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi A Faktoring ehf.  Misnotkun getur varðað bótaábyrgð og refsingu, auk þess sem viðtakanda ber samkvæmt gildandi fjarskiptalögum að tilkynna sendanda hafi tölvupósturinn eða viðhengi hans ranglega borist honum. Vinsamlegast eyðið þá póstinum og viðhengjum hans í slíkum tilvikum.

A Faktoring ber ekki ábyrgð á rangri eða ófullnægjandi sendingu tölvupósts eða upplýsinga sem hann inniheldur, né töfum á afhendingu hans eða tjóni sem kann að verða á tölvukerfum vegna móttöku hans. A Faktoring ábyrgist ekki öryggi tölvupóstsins né að hann sé laus við vírusa eða afskipti þriðja aðila.

Upplýsingarnar í tölvupóstum eru byggðar á heimildum sem starfsmenn A Faktoring telja áreiðanlegar, án þess að þær hafi verið sannreyndar sérstaklega. Félagið ábyrgist ekki að upplýsingarnar séu réttar eða tæmandi og ber ekki skaðabótaskyldu vegna taps sem rekja má til tiltrúar á þær.

Að öðru leyti er vísað til laga um fjarskipti nr. 81/2003, 9 mgr. 47.gr.