SPURNINGAR & SVÖR

Hvað er faktoring?

SvarMeð faktoring eða reikningakaupum er átt við þau viðskipti þegar söluaðili vöru eða þjónustu selur útgefinn reikning (og kröfu samkvæmt honum) vegna vöru- eða þjónustukaupa til þriðja aðila (t.d. A Faktoring) og yfirleitt án endurkröfu (e. non-recourse). Með þessu fær viðkomandi fyrirtæki fjármagn strax sem að öðrum kosti hefði verið bundið þangað til það innheimtist á gjalddaga eða síðar.

Hvernig getur faktoring hjálpað fyrirtækinu mínu?

Svar: Faktoring veitir fyrirtækjum tækifæri til vaxtar án frekari skuldsetningar eða eiginfjárskerðingar.  Þá stuðlar faktoring að sterkara lánstrausti og aukinni hagkvæmni í rekstri. Jafnframt einfaldar faktoring bókhald og innheimtu krafna.

Fyrir hverskonar fyrirtæki hentar faktoring best?

SvarFaktoring hentar sérstaklega vel fyrir ný fyrirtæki, fyrirtæki sem eru í miklum vexti, fyrirtæki með fáa en stóra viðskiptavini og fyrirtæki með sveiflukenndan rekstur eins og oft á við lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki.  Þá hentar Faktoring vel fyrir þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum með að fá aukið lánsfé í bankakerfinu með stuttum fyrirvara.  Sama gildir um fyrirtæki sem vilja bæta greiðsluflæði og lánstraust.

Hverjir eru kostir faktoring?

Svar: Faktoring veitir fyrirtækjum möguleika á að greiða birgjum fyrr og ná þannig fram hagstæðari innkaupum í formi staðgreiðslu. Í faktoring felast einnig ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja, aukið lánstraust, hagkvæmari rekstur og tímasparnaður. Þá bætir faktoring greiðsluflæði og dregur úr áhættu. Einnig fæst betri yfirsýn yfir viðskiptamenn. Þá má nefna að eigendur fyrirtækja þurfa ekki að leggja fram viðbótartryggingar í formi sjálfskuldarábyrgðar eða annarra trygginga heldur er eingöngu horft til gæða viðskiptakrafna.  

Hvað kaupið þið hátt hlutfall af kröfum?

Svar: Allt að 90% eftir því hvernig greiðandi er metinn skv. áhættumati félagsins. Sú fjárhæð sem samið er um greiðist út, en það sem eftir stendur að frádregnum afföllum greiðist þegar reikningurinn hefur verið greiddur að fullu. Afföll og sú fjárhæð sem greiðist út taka mið af áhættumati greiðenda. Ef reikningur gjaldfellur reiknast viðbótarafföll í ákveðinn tíma og ef reikningur verður afskrifaður að hluta eða öllu leyti verður það sem eftir stendur dregið frá eftirstöðvum eftir atvikum.

Hvað tekur ferlið langan tíma?

Svar: Ef samningur við viðkomandi fyrirtæki og tenging við InExchange er til staðar tekur ferlið innan við 2 virka daga.

Hver er munurinn á faktoring og að fá lán út á reikninga í banka?

Svar: Hefðbundin faktoring telst ekki til lánsfjármögnunar. Þannig eru engir fjármunir lánaðir og engir vextir eru greiddir. Þess í stað er viðkomandi reikningur (og krafa samkvæmt honum) keyptur og reiknast afföll sem hlutfall af reikningsfjárhæð. Kaupin geta verið með eða án endurkröfu (e. recourse), nema ef galli, vanefnd eða fölsun eigi sér stað. Lán út á reikninga í banka (kröfufjármögnun) er oftast bundin/tengd við aðra bankafyrirgreiðslu viðkomandi félags og yfirleitt með sjálfskuldarábyrgð seljenda (þ.e.a.s. með endurkröfu), eða öðrum tryggingum.   Á þessu er því mikill munur. Starfssemi A Faktoring byggir fyrst og fremst á því að reikningar eru keyptir án endurkröfu.

Hvernig metið þið greiðendur?

SvarÞeir eru metnir skv. sérstöku áhættumati.   ALM verðbréf hf. annast áhættumat skv. þjónustusamningi.

Þarf ég að koma með tryggingar?

Svar: Ekki er farið fram á baktryggingar seljenda né er krafist sjálfskuldarábyrgðar, enda fyrst og fremst horft á gæði greiðenda. Reikningarnir (og kröfur samkvæmt þeim) eru almennt keyptir án endurkröfu (nema ef galli, vanefnd eða fölsun eigi sér stað). Í þessu felst sérstaða A Faktoring, en faktoring með þessu sniði er algeng á fyrirtækjamarkaði erlendis og hefur verið vaxandi frá árunum eftir fjármálakrísuna 2008. 

Hvað segi ég viðskiptavinum mínum, hefur það ekki slæm áhrif á traust mitt ef ég þarf að nota faktoring?

SvarÞað á ekki að gera það, enda er þetta ein algengasta fjármögnunarleið fyrirtækja um allan heim. Faktoring hefur mjög marga kosti umfram hefðbundna lánafyrirgreiðslu og getur meðal annars skilað fyrirtækjum aukinni hagkvæmni á mörgum sviðum. Þekking á faktoring á Íslandi hefur því miður verið frekar takmörkuð hingað til. Kaup á reikningum án endurkröfu hafa til dæmis lítið sem ekkert tíðkast hjá þeim sem hingað til hafa boðið upp á faktoringþjónustu. Nú hefur þetta tekið jákvæðum breytingum með tilkomu A Faktoring.

Hvað stendur á reikningunum sem þið sendið viðskiptavinum mínum vegna innheimtu?

SvarReikningar verða með  sambærilegri áritun  og hér má sjá:  “Reikningur þessi og krafa samkvæmt honum hefur verið framseld A Faktoring ehf., kt.  660515-0700.  Skuldari leysist aðeins undan greiðsluskyldu sinni með greiðslu inn á reikning A Faktoring ehf. nr. 0133 26 xxxxxx, kt.  660515-0700, í Landsbankanum hf.   Annar greiðslumáti er óheimill”.

Athygli er vakin á því að áletrunin kann að vera mismunandi eftir því hvaða seljandi og/eða greiðandi á í hlut.

 

 

Hvað gerist ef viðskiptavinur minn gerir athugasemd við vöru eða þjónustu eftir á og vill hætta við viðskiptin?

SvarVið þessar aðstæður er nauðsynlegt að fara yfir málið  með okkur og gera samkomulag um framhald málsins.  Það getur byggst á upphaflegum samningi eða öðrum atriðum sem samið er um. Í einhverjum tilfellum þarf að gefa út kreditreikning.

Hvernig sendi ég reikninga og kröfur samkvæmt þeim til ykkar?

Svar: Ef um er að ræða fáa reikninga, þá dugar að koma með þá til okkar eða senda þá til okkar á netfangið afaktoring@afaktoring.is. Ef um er að ræða mikinn fjölda reikninga, þá í gegnum InExchange samskiptahugbúnaðinn. Ef fyrirtækið þitt er ekki þegar með tengingu við kerfið þarf þá aðstoðum við með að fá aðgang að því.

Geta ykkar tölvukerfi tengst bókhaldskerfinu mínu?

SvarJá, InExchange sem er okkar samskiptahugbúnaður talar við öll helstu bókhaldskerfin sem notuð eru hér á landi.

Hvað þarf ég að gera til að nota þjónustuna ykkar?

Svar: Fyrst er að hafa samband við okkur hér hjá A Fkatoring ehf., í síma 440-8380. Ef reikningar sem fyrirtæki þitt gefur út er hægt að faktora, þá er gerður samningur um þjónustuna og við skráum fyrirtæki þitt ásamt viðeigandi upplýsingum í tölvukerfi okkar. Að því búnu eru reikningarnir keyptir og greiðum við reikningana beint til þín að frádreginni þóknun vegna kaupanna. Ferlið er straumlínulagað og tekur jafnaði 1-2 daga frá kaupum að útgreiðslu.

VIÐ VILJUM HEYRA FRÁ ÞÉR!