uppgjörs
fjármögnun

Sala í verslun

Þú selur vörur í verslun eða á netinu. Í stað þess að bíða eftir uppgjöri færsluhirðis þá getur þú fengið greitt strax frá A Faktoring

Allt að 80%

Við fjármögnum allt að 80% af uppsafnaðri veltu. Þú getur sótt um að fá greitt út þegar þér hentar.

Þú færð greitt

Við greiðum út uppsafnaða veltu sem þú getur notað í þinn rekstur. Við uppgjör færsluhirðis greiðir þú okkur til baka.

uppgjörs
fjármögnun

Uppgjörsfjármögnun er ný þjónusta hjá A Faktoring og hentar fyrirtækjum sem taka við greiðslum í gegnum posa eða selja vörur í vefverslun. A Faktoring fjármagnar allt að 80% af uppsafnaðri veltu sem fyrirtækið getur nýtt sér strax í sínum rekstri. Þegar færsluhirðir gerir upp þá endurgreiðir fyrirtækið upphæðina til baka.

Fyrir hverja?

Ferðaþjónusta

Með uppgjörsfjármögnun geta ferðaþjónustufyrirtæki nú fengið uppsafnaða kortaveltu hjá sínum færsluhirði greidda strax. Í núverandi rekstrarumhverfi getur verið krefjandi fyrir fyrirtæki að bíða eftir að fá uppgjörið inn á sinn reikning. A Faktoring brúar bilið og fjármagnar uppsafnaða veltu þannig að þitt fyrirtæki fái reglulegar greiðslur.

Verslanir

Verslanir geta nýtt sér uppgjörsfjármögnun A Faktoring. Það getur verið krefjandi fyrir fyrirtæki að bíða eftir uppgjöri frá sínum færsluhirði en með A Faktoring þá getur verslunin þín fengið allt að 80% af uppsafnaðri veltu greidda strax þar með notað í annan rekstrarkostnað.

Veitingastaðir

Uppgjörsfjármögnun A Faktoring hentar sérstaklega vel fyrir veitingastaði sem vilja fá jafnt greiðsluflæði á kortaveltuna sína. Þannig getum við t.d. greitt út sölu helgairnnar strax og þar með gefst tækifæri til að nýta fjármagnið í annan rekstrarkostnað.

Vefverslanir

Vefverslanir geta nýtt sér uppgjörsfjármögnun okkar og þar með jafnað greiðsluflæði sitt. Nýttu fjármagnið strax til að styðja við aukin vörukaup og áframhaldandi vöxt.

Spurningar

FYRIR HVERJA ER uppgjörsfjármögnun?

Uppgjörsfjármögnun hentar öllum fyrirtækjum sem taka við Mastercard og Visa kortum og vilja fá uppgjörið greitt strax. Hvort sem um er að ræða kortaveltu í gegnum posa eða vefverslun.

ER HÁMARK Á GREIÐSLUM?

Það er ekkert hámark á greiðslum en við greiðum þó aldrei meira en 80% af uppsafnaðri veltu sem seljandi á inni hjá sínum færsluhirði. Að öðru leyti er ekki hámark á greiðslum.

GETA ALLIR NÝTT SÉR ÞESSA ÞJÓNUSTU?

Viðskiptavinir A Faktoring fara í áhættumat sem er framkvæmt í samstarfi við ALM Verðbréf. Eftir að umsókn hefur borist okkur um viðskipti þá svörum við þér strax næsta dag.

HVAÐA ÞÓKNUN ER TEKIN?

Það eru tveir meginþættir sem ákvarða þóknunina. Í fyrsta lagi er það mat okkar á fyrirtækinu þar sem við lítum m.a. til reksturs fyrirtækisins, möguleika á endurkröfum og kortaveltu sl. mánaða. Hins vegar er það lengd fjármögnunar sem getur verið allt frá 2 dögum upp í 40 dagar.

HVERSU OFT ER HÆGT AÐ NOTA UPPGJÖRSFJÁRMÖGNUN?

Það er hægt að fá uppgjör greitt eins oft og þörf er á og er undir viðskiptavinum komið hvenær hann vill nýta sér þjónustu okkar. Við getum fjármagnað vikulega, á tveggja vikna fresti eða einu sinni í mánuði.

HVAÐA GÖGNUM ÞARF AÐ FRAMVÍSA?

Við skoðum óuppgerða kortaveltu á þínu svæði hjá færsluhirði hverju sinni eða skv. gögnum sem þú getur sýnt fram á frá færsluhirði. Við viljum vinna náið með viðskiptavinum okkar með langtímaviðskiptasamband að leiðarljósi.

Hafðu samband
440 8380

Sundagarðar 2
104 Reykjavík