Fjármögnun

Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjármögnun hvort sem um er að ræða hefðbundin kröfukaup, brúarfjármögnun vegna einstaka verkefna eða sérhæfða fjármögnun þar sem við aðlögum okkur að þínum þörfum. Skoðaðu möguleikana hér að neðan.

Kröfufjármögnun

Frá árinu 2015 höfum við fjármagnað reikninga hjá fyrirtækjum í flestum greinum atvinnulífsins. Kröfufjármögnun hentar fyrirtækjum þar sem greiðandi er með greiðslufrest frá 2 vikum upp í 2 mánuði eins og algengt er hjá sveitarfélögum og stærri fyrirtækjum. Seljandi kröfunnar fær greitt allt að 90% strax og þarf því ekki að bíða eftir greiðslu á gjalddaga reikningsins.

Við kaupum kröfur í flestum greinum atvinnulífsins, byggingariðnaði, sjávarútvegi, heildsölu og þjónustuaðilum eins og tæknifyrirtækjum, arkitektum, markaðsstofum o.fl.

Kröfufjármögnun er fljótleg og einföld leið til að auka greiðsluflæði. 

Brúarfjármögnun

Brúarfjármögnun er góður kostur fyrir fyrirtæki sem þurfa fjármögnun í skamman tíma eða allt að 6 mánuði. Við höfum í gegnum tíðina komið að fjölmörgum verkefnum þar sem við höfum brúað bilið. Sem dæmi má nefna fjármögnun til viðbótar við framkvæmdafjármögnun hjá banka, fjármögnun vegna fasteignaverkefna s.s. lóðakaupa, umbreytingarverkefna o.fl. Einnig getum við boðið brúarfjármögnun til að jafna árstíðabundnar sveiflur eða vegna tilfallandi verkefna.

Algengur tími er frá 3-6 mánuðir og eru gerðar kröfur um tryggingar.

Sérhæfð fjármögnun

Með sérhæfðri fjármögnun A faktoring opnast fleiri möguleikar í fjármögnun fyrirtækja. Mörg verkefni falla utan þess ramma sem kalla má hefðbundna fjármögnun og þá getum við sérsniðið lausnir fyrir þitt fyrirtæki. Þetta getur sem dæmi verið blanda af framkvæmdaláni, brúarláni og jafnvel kröfukaupum. 

Í flestum tilfellum er gerð krafa um veð og/eða aðrar tryggingar og getur fjármögnun verið frá 3-12 mánuðir.

Fasteignafjármögnun

Í samstarfi við ALM Verðbréf getum við boðið skuldabréfalán til allt að 30 ára þar sem útgefandi veðskuldabréfs er íslenskt fyrirtæki. Um er að ræða fjármögnun á atvinnuhúsnæði og gerð er krafa um að húsnæðið sé í útleigu eða að fyrirtækið hafi reglulega starfsemi í húsnæðinu.

Einnig getur langtímafjármögnun verið framhald af annarri fjármögnun okkar eins og brúarfjármögnun eða sérhæfðri fjármögnun. Bókaðu fund með okkur og við förum yfir málin.

Útflutningur

A Faktoring hefur hafið samstarf við alþjóðlega fjármögnunarfyrirtækið Tradewind.

Með samstarfi A Faktoring og Tradewind geta íslensk fyrirtæki í útflutningi fjármagnað vörur og þjónustu á einfaldan hátt um nær allan heim, en hægt er að fjármagna reikninga á greiðendur í Evrópu, Norður-Ameríku, Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Þessi þjónusta getur hentað vel fyrir fyrirtæki sem eru að fara inn á ný markaðssvæði, fyrirtæki í örum vexti eða fyrirtæki sem vilja einfaldlega bæta greiðsluflæði sitt. Útflutningsaðilum bjóðast afar hagstæð kjör, allt frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum til stærri fyrirtækja.

Hafðu samband við okkur til að fara nánar yfir málin.

Fyrir hverja?

Við höfum fjármagnað íslensk fyrirtæki í flestum greinum atvinnulífsins. Verkefnin eru fjölbreytt og getum við sniðið fjármögnun okkar að þörfum hvers og eins fyrirtækis.

Byggingariðnaður

A Faktoring hefur frá upphafi tekið þátt í fjölmörgum fasteignaverkefnum. Þar má nefna fjármögnun vegna innflutnings á efni og einingahúsum, brúarfjármögnun vegna lóðarkaupa, fjármögnun vegna nýbygginga sem og umbreytingaverkefna á fasteignum.

Verslun og þjónusta

A Faktoring aðstoðar heildverslanir og aðra þjónustuaðila s.s. heilbrigðisþjónustu, tæknifyrirtæki, þrif, markaðsfyrirtæki  o.fl. við að auka greiðsluflæði í sínum rekstri. Greiðslufrestur viðskiptavina getur verið allt frá 30 dögum upp í 90 daga og þá getum við brúað bilið.

Inn- og útflutningur

Við aðstoðum fyrirtæki í innflutningi við vörukaup ef búið er að gefa út reikning eða um hann hefur verið samið. Þetta getur komið sér vel fyrir fyrirtæki sem hafa náð sölu en vantar fjármagn til að geta keypt inn vöruna. Við þjónustum einnig íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur. Í samstarfi við Euler Hermes þá getum við keypt reikninga á trausta erlenda greiðendur.

Sækja um fjármögnun

Sendu okkur fyrirspurn eða óskaðu eftir fundi. Við höfum samband eins fljótt og auðið er.