Kröfufjármögnun
Frá árinu 2015 höfum við fjármagnað reikninga hjá fyrirtækjum í flestum greinum atvinnulífsins. Kröfufjármögnun hentar fyrirtækjum þar sem greiðandi er með greiðslufrest frá 2 vikum upp í 2 mánuði eins og algengt er hjá sveitarfélögum og stærri fyrirtækjum. Seljandi kröfunnar fær greitt allt að 90% strax og þarf því ekki að bíða eftir greiðslu á gjalddaga reikningsins.
Við kaupum kröfur í flestum greinum atvinnulífsins, byggingariðnaði, sjávarútvegi, heildsölu og þjónustuaðilum eins og tæknifyrirtækjum, arkitektum, markaðsstofum o.fl.
Kröfufjármögnun er fljótleg og einföld leið til að auka greiðsluflæði.