fjármögnun

lítið flækjustig

Hröð ákvarðanataka

Þekking

VIÐ FJÁRMÖGNUM VERKEFNI

FJÁRMÖGNUN

Við bjóðum fyrirtækjum upp á fjármögnun fyrir ýmis verkefni. A Faktoring hefur komið að fjölmörgum verkefnum víðsvegar um landið. Þar má nefna nýbyggingar,  endurbætur á atvinnuhúsnæði, hótel í miðbæ Reykjavíkur, innflutningur á eininga- og stálgrindarhúsum. Einnig höfum við komið að brúarfjármögnun vegna fasteignaviðskipta og fleira. 

Kostir A Faktoring

Fyrir hverja?

Spurningar og svör

Hvernig sæki ég um fjármögnun?

Best er að hafa samband við okkur á afaktoring@afaktoring.is. Við bókum þá fund þar sem þú getur kynnt verkefnið fyrir okkur og áætlaða þörf fyrir fjármögnun.

Til hversu langs tíma getið þið fjármagnað?

Fjármögnun A Faktoring getur verið allt að 12 mánuðir en algengust eru lán frá 3-6 mánuðum. Því hentar fjármögnun A Faktoring vel fyrir verkefni til skamms tíma eða á meðan unnið er að skilyrðum fyrir langtímafjármögnun hjá banka.

Þarf að leggja fram tryggingu?

Já án undantekninga förum við fram á tryggingu og er það metið í hverju verkefni fyrir sig.

AF HVERJU AÐ FÁ FJÁRMÖGNUN HJÁ A FAKTORING?

Fjármögnun hjá A Faktoring er skammtímafjármögnun fyrir skemmri verkefni eða þangað til skilyrði fyrir langtímafjármögnun hjá banka er náð. Einnig getum við komið inn með viðbótarfjármögnun. Lítið flækjustig og hröð ákvarðanataka er lykilatriði í framgangi verkefna og því getur A Faktoring verið góður kostur þegar þarf að hrinda verkefnum í framkvæmd.

Samstarf við ALM Verðbréf

A Faktoring býður upp á milligöngu um aðra fjármögnun, til dæmis endurfjármögnun skulda, langtímafjármögnun atvinnuhúsnæðis, ráðgjöf o.fl. Þetta er gert í krafti samstarfs við ALM verðbréf.

ALM býður alhliða fyrirtækjaráðgjöf þar sem megin áherslan er á fjármögnun fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og samskipti við lánastofnanir. ALM tekur einnig að sér ráðgjöf í tengslum við  kaup og sölu fyrirtækja sem og önnur stór og smá verkefni á sviði fyrirtækjaráðgjafar og fjármála.

ALM er sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem veitir viðskiptavinum sínum hlutlausa og óháða ráðgjöf.  ALM  leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og trúnað varðandi alla ráðgjafavinnu.

Hafðu samband
440 8380

Sundagarðar 2
104 Reykjavík